Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Hin ákveðna 15 ára Lara hefur einsett sér að verða atvinnuballerína, og með stuðningi föður síns þá ákveður hún að elta þann draum í nýjum skóla. Gremja og óþolinmæði unglingsáranna magnast upp hjá Lara þegar hún gerir sér grein fyrir því að líkami hennar beygist ekki eins auðveldlega eftir ströngum reglum balletsins, en ástæður þess má aðallega rekja til þess að henni var úthlutað vitlausu kyni við fæðingu.

Girl byrjaði að sópa að sér verðlaunum á Cannes kvikmyndáhátíðinni og hefur haldið sigurgöngunni áfram á virtustu kvikmyndahátíðir heims. Myndin var auk þess tilnefnd til Golden Globe verðlauna.

Eingöngu sýnd með ENSKUM texta allt sumarið 2019!