Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Það verður sannkallað EVIL DEAD maraþon á lokahófi Svartra Sunnudaga þann 14. apríl er við sýnum hina ódauðlegu trílogíu leikstjórans Sam Raimi. Miðaverðinu er stillt verulega í hóf og mun eingöngu kosta 999 kr. á hverja sýningu. Fyrir þá allra hörðustu sem kaupa miða á allar 3 myndir verður djöfullegt tilboð á veitingum til að komast lifandi í gegnum hellað maraþonkvöld.