Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Þjóðverjar hafa ætíð verið á meðal öflugustu framleiðenda teknó-tónlistar á heimsmælikvarða, en þessi heimildamynd veitir einstaka innsýn í heim fimm þýskra frumkvöðla á sviði rafrænnar danstónlistar. Skyggnst er inn í hugarheim tónlistarfólksins í gegnum náin viðtöl og hugleiðingar þeirra um hvernig þróun þeirra og danstónlistarinnar hefur verið í gegnum árin. Við sjáum þau við tónlistarsköpun og undirbúning fyrir verkefni, en. einnig að störfum sem plötusnúðar fyrir aragrúa dansþyrstra teknóaðdáenda á tónlistarhátíðum.

Þýskir kvikmyndadagar fara fram 1.– 10. febrúar 2019, og þetta verður lokamynd hátíðarinnar og verður sýnd með enskum texta BARA EINU SINNI laugardaginn 9. febrúar kl.20:00 + að sýningunni lokinni verður Bíó Paradís breytt í þýskan teknóklúbb sem verður lokahóf þýsku kvikmyndaveislunnar.

“These Djs may save your life”The Hollywood Reporter