Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Heillandi leikstjórnarfrumraun sem fjallar um skuggalega þjóðsögu ungu konunnar Albrun og baráttu hennar við að halda geðheilsunni. Myndin rannsakar hárfín skil á milli ævaforna galdra, trúar og geðveiki á tímum þegar heiðingjatrú á nornir og náttúruvætti olli ótta og hræðslu á meðal sveitafólks. Titill myndarinnar vísar í gamalt orðatiltæki sem notað var til að lýsa nornum og kvendjöflum í þýskumælandi Evrópulöndum á miðöldunum.

Myndin er sýnd með enskum texta á Þýskum kvikmyndadögum sem fara fram 1.– 10. febrúar 2019.

“A spooky, stylish, spellbinding debut.”The Hollywood Reporter