Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Á síðustu augnablikum seinni heimsstyrjaldarinnar, kynnumst við Willi Herold, ungum þýskum hermanni sem er liðhlaupi á flótta og berst fyrir lífi sínu. Hann finnur einkennisbúning nasistaforingja sem hann fer í til að halda á sér hita. Willi neyðist skyndilega til að villa á sér heimildir sem embættismaður, en það að taka upp óhugnalega sjálfsmynd og einkenni nasista sem hann sjálfur er á flótta frá hefur afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.

Myndin er sýnd með enskum texta á Þýskum kvikmyndadögum sem fara fram 1.– 10. febrúar 2019.

“POWERFUL...CHILLINGLY EFFECTIVE” - ScreenDaily