Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Georg nær naumlega að flýja Frakkland undan innrás nasista, en hann kemst undan með því að stela skilríkjum þekkts rithöfundar sem er nýlega fallinn frá. Málin flækjast þegar hann hittir unga örvæntingarfulla konu í leit að eiginmanni sínum, sem síðar reynist vera umræddur rithöfundur.

Stórkostleg kvikmynd með þeim Franz Rogowoski og Paulu Beer í aðahlutverkum sem keppti um Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni Berlínale 2018.

Myndin er sýnd með enskum texta daglega á Þýskum kvikmyndadögum sem fara fram 1.– 10. febrúar 2019.

Að loknum Þýskum kvikmyndadögum verður myndin tekin til almennra sýninga og verður sýnd til skiptis með íslenskum og enskum texta.

"German auteur Christian Petzold takes a big, possibly divisive risk with this modern-dress Holocaust drama — but the payoff is wrenching." - Variety