Í kjölfar gífurlegrar velgengni Túskildingsóperunnar, nýjasta söngleiks Bertolt Brechts sem slær í gegn í Berlín árið 1928, rennur kvikmyndabransinn fljótt á lyktina og leitar á náðir meistarans til að færa verkið í kvikmyndaform. En Brecht neitar að fara eftir þeirra leikreglum þar sem hans eigin sýn á kvikmyndina er óhefðbundin, róttæk og rammpólitísk, eitthvað sem kvikmyndaframleiðslufyrirtæki mun aldrei samþykkja. Margrómuð og fersk bíómynd sem hrífur áhorfendur með sér í anda meistara Brecht!
Myndin er sýnd með enskum texta á Þýskum kvikmyndadögum sem fara fram 1.– 10. febrúar 2019.
“The Threepenny Opera”as it has never been seen before: full of innuendo, exuberantly musical and cheeky. Cinematic entertainment at the highest level!