Tix.is

Bíó Paradís

  • Frumsýnd 8. október
Um viðburðinn

Tancredi, aðalsmaður með ofvirkt ímyndunarafl, hefur fengið nóg af ofríki markgreifynjunnar Alfonsina de Luna - drottingu sígarettanna. Tancredi biður Lazzaro, góðhjartaðan sveitamann sem margir álita einfeldning, um að setja mannrán sitt á svið. Vinátta tekst með ungu mönnunum og loks ferðast Lazzaro aftur í tímann í leit að Tancredi.

Myndinni hefur verið lýst sem ævintýri fyrir fullorðna, enda togast hér á töfraraunsæi, dæmisögur, alþýðudrama og tímaflakk á einstakan hátt. Frábær mynd eftir hina margverðlaunuðu leikstýru Alice Rohrwacher sem hlaut gullpálmann í Cannes 2014 fyrir „The Wonders“.

Happy as Lazzaro keppti um Gullpálmann í Cannes 2018 og hlaut verðlaun fyrir besta handritið.