Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Leikkona í heimsókn í Washington D.C. tekur eftir dramatískum og hættulegum breytingum sem eru að verða á hegðun og geðslagi hinnar 12 ára gömlu dóttur sinnar. Á sama tíma fer ungur prestur í háskóla þar nálægt, Georgetown háskólanum, að efast um trú sína á Guð þegar hann hjálpar móður sinni í veikindum hennar. Eldri prestur fer nú að átta sig á að það þarf að takast á við djöfulinn með öllum tiltækum ráðum.

Myndin vann tvenn Óskarsverðlaun árið 1973 bæði fyrir besta hljóð og besta handrit byggt á áður útgefnu efni. The Exorcist heldur enn dampi sem ein mest sjokkerandi og grípandi mynd í kvikmyndasögunni og er oft með á listum yfir óhugnalegustu myndir sem gerðar hafa verið. Þetta nýja stafræna bíóeintak var búið til úr endurbættum mynd- og hljóðbútum undir nákvæmri yfirsjón Friedkin.

Bíó Paradís í samstarfi við K100 fagna Halloween í ár með sérstakri sýningu á einni allra bestu hryllingsmynd allra tíma miðvikudaginn 31. október kl.20:00 - þú vilt ekki missa af þessum viðburði!