Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Kvikmyndin sækir innblástur sinn í smásögu eftir Dostoyevsky, leiðir Sergie Loznits okkur í land glæpa án refsinga. Myndin fjallar um konu sem býr í litlu þorpi í Rússlandi. Einn daginn uppgvötar hún að pakki sem hún sendi til eiginmanns síns var endursendur til hennar. Henni bregður við og sér enga aðra lausn í sjónmáli heldur en að ferðast til fangelsins til að leita skýringa.

Baráttan hefst gegn víginu, fangelsinu þar sem félagsleg illska ræður ríkjum, og við fylgjumst með þrautagöngu hennar í heimi ofbeldis og niðurlægingar í blindri leit að réttlætinu. Myndin keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2017.

Myndin er sýnd með íslenskum texta.