Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Frábærar og fjölbreyttar verðlaunastuttmyndir fyrir 7 – 12 ára börn, með íslenskum texta. FRÍTT INN OG ALLIR VELKOMNIR!

BÚI (Ísland, 13 mín)

Stuttmynd um Önnu, níu ára stelpu sem flytur í nýtt hverfi og er utangátta þar. Hún kynnist Búa sem hvetur hana til að drýgja hetjudáð til að sýna krökkunum í hverfinu hvað í henni býr. Fljótlega kemur þó í ljós að Búi er ekki allur þar sem hann er séður.

HELIUM (Danmörk, 23 mín)

Verðlaunastuttmynd sem hlaut Óskarsverðlaunin árið 2014 sem besta stuttmyndin- fjallar um ungan dauðvona dreng sem býr sér til ævintýraheim með hjálp vinar síns, húsvarðarins Enzo.

Sýnd með íslenskum texta

KOMA SVO! (Svíþjóð, 8 mín)

Hvernig ætli það sé að vera bestur, en geta samt aldrei staðið upp sem sigurvegari? Í myndinni eru kynjahlutverkin skoðuð, sjálfsmyndin og tilfinningar. Hver á leikfimisalinn og íþróttina? Eru strákar alltaf betri en stelpur?

Myndin keppti í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2017. Sýnd með íslenskum texta

SKÓLABLÚS (Svíþjóð, 17 mín)

Fyrsti skóladagurinn er runninn upp. Jón fær fylgd í skólann með eldri bróður sínum Mika, sem ætlar að kenna honum hvernig á að lifa af á skólalóðinni í frímínútum.

Skólablús hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna, m.a. áhorfendaverðlauna barna á hinni virtu Nordisk Panorama 2017. Sýnd með íslenskum texta

LEIÐIN HEIM (Danmörk, 12 mín)

Skemmtileg teiknimynd sem fjallar um Betram sem ferðast um með bangsann sinn Puffinn Muffin í ævintýralegann leiðangur. Sýnd með íslenskum texta

Sýningarlengd samtals : Klukkustund 73 mín)