Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Nú er komið að þessu! Við ætlum að bjóða upp á mömmubíó (og ef þú ert pabbi í fæðingarorlofi þá ertu velkominn líka!) laugardaginn 3. mars kl 14:00! Ljósin verða hálf-slökkt svo að það verður huggulegt andrúmsloft fyrir börn og mömmur (og/eða pabba)! 

Árið er 1983 í norður Ítalíu. Hinn sautján ára gamli Elio hefur samband við aðstoðarmann föður síns, en þeir mynda náin kynferðisleg tengsl í stórbrotnu ítölsku landslagi, auk þess að vera báðir gyðingar.

Myndin var tilnefnd til þriggja Golden Globe verðlauna 2018 og hefur hlotið fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíðaverðlauna.

Sýnd í Sal 2 kl 14:00 laugardaginn 3. mars 2018.