Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Í rólegum smábæ þar sem íbúafjöldin er 51.201 manns kemur upp dularfullt morð en Sheryl Lee er með stórkostlega frammistöðu í myndinni sem flestir Tvídrangaaðdáendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Meistaravetur Svartra Sunnudaga 4. febrúar 2018 kl 20:00!

Lynch lýsir sögunni sem torráðinni og flókinni hryllingssögu. Gerist myndin síðustu sjö dagana sem Laura Palmer lifir og þeir sem hrifust af allri dulúðinni verða ekki fyrir vonbrigðum því gagnrýni á myndina hefur nánast gengið út á það hversu dulúðin er mikil og hversu óskiljanleg myndin sé.

Heba Þórisdóttir var ein þeirra sem sá um föðrunina í myndinni og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður  svo að hún hefur svo sannarlega Íslandstengingu. Í þáttunum sjálfum var íslenskur kór, en það skýrist af því að Sigurjón Sighvatsson framleiddi þættina.