Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Myndin gerist í Rúmeníu um miðjan níunda áratuginn þegar austurblokkin er að líða undir lok. Landið er í niðurníslu og mikil fátækt ríkir. Einn spilltasti harðstjóri síðari ára, Chaucescu, er við völd og svarti markaðurinn blómstrar. Kemur þetta ekki síst fram í heilbrigðisgeiranum, þar sem vafasamir læknir starfa utan heilbrigðiskerfisins. Það er í þessu umhverfi sem hin unga Gabita (Laura Vasilu) verður ófrísk…

Myndin sló í gegn á Cannes 2007 þar sem hún hlaut Gullpálmann auk tveggja annarra verðlauna og hefur hlotið heimsathygli æ síðan m.a. hlaut hún tilnefningu sem besta erlenda kvikmyndin til Golden Globe verðlaunanna.

Anamaria Marinca, aðalleikona myndarinnar verður viðstödd og svarar spurningum eftir sýninguna. 

Myndin verður sýnd á Rúmenskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís sem haldnir verða 9. – 12. nóvember 2017.