Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Við lokum sumrinu 2019 með stæl og þú vilt EKKI missa af þessu - vegna ótrúlegra vinsælda og mikillar eftirspurnar splæsum við í AUKA Partísýningu á DIRTY DANCING á sjóðandi heitri Föstudagspartísýningu 30. ágúst kl.20:00 þar sem stuð og stemning verða í fyrirrúmi!!! Eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Dirty Dancing segir frá einu sumri árið 1963 á sumardvalarstað í Bandaríkjunum. Hin 17 ára Baby (Jennifer Grey) er í fríi ásamt fjölskyldu sinni og kemst fljótlega í kynni við fólkið á staðnum sem hefur atvinnu sína af að dansa við gestina. Þegar einn dansarinn veikist hleypur hún í skarðið og ekki líður á löngu þar til hún og mótdansarinn, Johnny (Patrick Swayze), fella hugi saman, fjölskyldunni til lítillar hrifningar.

Myndin var tilnefnd til ótal verðlauna og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta lagið, „(I‘ve had) the time of my life“.