Bíó Paradís í samstarfi við RUV, fullorðinsaðdáendaklúbb SKAM á Íslandi og Norska Sendiráðið kynnir: LOKAPARTÍ SKAM SERÍU 4!
Ókeypis er á sýninguna en það kostar 1.000 kr í partíið!
Dagskrá
18:00 Mæting og fordrykkur í boði Norska Sendiráðsins á Íslandi
18:15 Sýningin á lokaþættinum í seríu 4 í samstarfi við RUV. Athugið að þátturinn verður sýndur með enskum texta!
18:35-18:40 Grandiosa Pizzur eru innifaldar í partíverði. Tilboð á drykkjum á barnum.
19:00 SKAM PUBB KVISS
15 spurningar
Hlé
15 spurningar
Samtals 30 spurningar. 2-3 saman í liði. Glæsilegir vinningar í boði m.a. SKAM SAFARI í Osló fyrir tvo, NOORU varalitur ofl.
20:30 DANS OG GAMAN - tilboð á barnum og SKAM playlisti í nýju hljóðkerfi Bíó Paradís
Verið er að vinna í því að fá einhverja skemmtilega gesti úr þáttunum á SKYPE eftir sýningu þáttarins - en það er ekki staðfest og gæti bæst við.
Athugið að aldurstakmarkið er 25 ára! Sem þýðir að aðdáendaklúbburinn er fyrir 25 ára og ELDRI en það er einmitt aldursviðmiðið í viðburðinn. Skilríki nauðsynleg.