Citizenfour er heimildamynd sem fjallar um Edward Snowden og njósnaskandal Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Kvikmyndin er tekin upp í sannleiksstíl (cinéma vérité), en myndin vann Óskarsverðlaunin sem besta heimildamyndin 2015.
Leikstýran, Laura Poitras, er Óskarsverðlaunahafi og handhafi Pulitzer verðlauna fyrir blaðamennsku, en hún mun bjóða upp á spurt og svarað eftir sýninguna laugardaginn 11. apríl á Reykjavík Shorts&Docs. Myndin fer svo í almennar sýningar í Bíó Paradís eftir Shorts&Docs hátíðina. Enginn texti.