Systkini lenda í ævintýrum þegar þau eru skilin eftir í snjóstormi á eyjunni Spitsbergen og fólk á meginlandinu hefur ekki hugmynd um hvar þau eru niðurkomin. Þau berjast við náttúröflin og svanga ísbirni, en hvernig geta þau komið sér út úr aðstæðunum?
Frábær norsk barnakvikmynd, sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík dagana 30. mars – 9. apríl 2017. Myndin er sýnd á norsku með enskum texta og er því merkt sem 12+, en er fyrir börn 8 ára og eldri.
Myndin er sýnd í samstarfi við Norska Sendiráðið á Íslandi.