Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Myndin greinir frá stúlku sem vinnur fyrir sér með logsuðustörfum á daginn en dreymir um að verða atvinnudansari. Til að koma fólki í rétta gír­inn þá hvetjum við fólk til að mæta í 80s gall­an­um og syngja með. All­ir dans­unn­end­ur og Flashdance aðdáendur ættu að fjöl­menna föstudagspartísýningu, 30. júní kl 20:00!

Tvö lög úr mynd­inni urðu mjög vin­sæl, tit­il­lag mynd­ar­inn­ar What a feel­ing eft­ir Irene Cara, en lagið hlaut Óskar­sverðlaun­in og Gold­en Globe verðlaun­in. Hitt lagið, Maniac, eft­ir Michael Sem­bello var til­nefnt til Óskar­sverðlaun­ana. Skemmst er frá því að segja að Jenni­fer Beals naut aðstoðar annarra dans­ara (body- dou­ble) í flest­öll­um dans­atriðunum.

Tilboð verða á barnum, ekki missa af þessari stórskemmtilegu mynd, í Bíó Paradís!