Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Nýjasta mynd Íslandsvinarins Jim JarmuschPaterson, með þeim Adam Driver og Golshifteh Farahani í aðalhlutverkum verður frumsýnd í Bíó Paradís 3. febrúar 2017.

Myndin fjallar um strætóbílstjóra í borginni Paterson, New Yersey – en hann deilir nafni sínu með borginni. Paterson fer eftir ákveðinni rútínu á hverjum degi en styttir sér stundir með því að semja ljóð í litla bók sem hann hefur ávalt meðferðis. Kona hans, Laura, á við annan raunveruleika að etja, þar sem dramatíkin ræður ríkjum. Þau elska og styðja hvort annað. Í myndinni sjáum við sigra og ósigra hversdagslífsins á ljóðrænan máta.

Myndin keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2016, þar sem hún vann Palm Dog verðlaunin.

Gagnrýnendur eru á einu máli, – myndin er stórstleg og fær hún fullt hús stiga víða.