Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Sumarið 1962 á Olli Mäki möguleika á að keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt hnefaleika. Frá finnsku sveitasælunni og alla leið til borgarljósa Helsinki hefur allt verið búið undir frægð hans og frama. Það eina sem Olli þarf að gera er að léttast og halda einbeitingunni. En eitt stendur í veginum: hann er ástfanginn af Raiju.

Hugljúf, átakanleg og stórkostleg, sagan er byggð á bardaga á milli finnska boxarans Ollie Mäki og Ameríska meistarans Davey Moore sem háður var í Helsinki 1962. Vinningsmynd Un Certain Regard flokksins á kvikmyndahátíðinni Cannes 2016, en leikstjóri hennar Juho Kuosmanen verður viðstaddur frumsýningu hennar þann 27. janúar, en á frumsýningu hennar verður myndin sýnd með enskum texta og boðið verður upp á spurt og svarað eftir sýninguna.

Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís laugardaginn 28. janúar með íslenskum texta.