Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Hún hefur verið kölluð besta kvikmynd ársins 2016 en hún fjallar um samkynhneigðan Bandaríkjamann af afrískum uppruna, glímu hans við sjálfan sig og heiminn. Myndin var frumsýnd á Telluride kvikmyndahátíðinni í Colorado en var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðastliðið haust-þar sem myndin sló í gegn og halda gagnrýnendur varla vatni.

Myndin gerist á þremur tímaskeiðum, og segir uppvaxtarsögu svarts, samkynhneigðs manns á Florida í Bandaríkjunum. Þrír leikarar fara með hlutverk söguhetjunnar, Chirons, á ólíkum æviskeiðum.

Myndin var valin ein af tíu bestu ársins 2016 af Amerísku Kvikmyndamiðstöðinni og hefur verið tilnefnd til fimm Golden Globe verðlauna. Moonlight er frumsýnd 20. janúar 2017 í Bíó Paradís.