Frumýnd 26. Desember 2016
Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára
BBC Worldwide og Bíó Paradís kynna: DOCTOR WHO CHRISTMAS SPECIAL – The Return of Doctor Mysterio – en þessi sérstaki jólaþáttur verður sýndur vikuna 26. desember – 1. janúar 2017.
Ekki missa af Doktornum (Peter Capaldi) sem slæst í lið með fréttamanni (Charity Wakefield) og ofurhetju í þeim tilgangi að bjarga New York borg frá árás geimvera sem mögulega gætu eytt borginni að eilífu.
Þátturinn sem er 60 mínútur verður sýndur ásamt aukaefni sem m.a. fjallar um Doctor Who og hugmyndafræðina á bak við nútímaofurhetjuna og gerð jólaþáttarins þar sem skyggnst verður á bak við tjöldin.
Athugið að árskort og klippikort Bíó Paradísar gilda ekki á þessa sýningu.