Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Ekki missa af geggjaðri SING-ALONG Partísýningu á HAIR // HÁRIРföstudaginn 24. apríl kl.20:00 þar sem þú getur sungið hástöfum með öllum uppáhalds lögunum þínum!!

Athugið að myndin verður sýnd á ensku en ÁN texta, þó mun enskur texti birtast undir lögunum og við hvetjum alla gesti til að mæta og syngja með! Eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Söngleikurinn Hárið gerist á hippatímabilinu þegar Vietnam-stríðið var í algleymingi. Unga fólkið reis upp til að mótmæla þessu stríði og kröfðust frelsis til að njóta lífsins. Rokksöngleikur í leikstjórn Milos Forman sem allir muna eftir og hefur verið margsinnis settur upp hér á Íslandi.

Einn ástsælasti söngleikur allra tíma sem skartar lögum á borð við - Donna, Aquarius, Easy to Be Hard, Let the Sunshine In, Good Morning Starshine og Frank Mills að ógleymdu titillaginu Hair svo eitthvað sé nefnt!