Myndin segir sögu glæpaforingjans Henry Hill. Í aðalhlutverkum eru þeir Ray Liotta, Robert De Niro og Joe Pesci, sem fékk Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni.
Goodfellas er ein lofaðasta kvikmynd allra tíma. Martin Scorsese leikstýrði myndinni en hún var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna árið 1990.
Ekki missaf af geggjuðu kvöldi á Svörtum Sunnudegi 13. nóvember kl 20:00!