Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Bíó paradís og Nexus ætla að leggja bíóið undir veglega afmælishátið laugardagskvöldið 24. sept frá kl. 20-24

Komdu og taktu þátt í að heiðra einn vinsælasta og ástsælasta vísindaskáldskap sögunnar. Það verður skemmtidagskrá í öllum sölum, pöbb-kviss, kynning á Star Trek spilum frá Nexus og margt fleira. Gæddu þér á afmælistertu, framandi drykkjum á Quark's Bar og láttu taka mynd af þér í transporternum.

Við hvetjum aðdáendur endilega til að mæta í búningum. Bestu búningar verða verðlaunaðir. Láttu þig ekki vanta á stærsta Star Trek viðburð sem hefur verið haldinn hérlendis.