Skip to content

Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Kíktu til okkar á föstudagspartísýningu 20. apríl kl 20:00 á Rocky Horror í Bíó Paradís þar sem þú getur sungið með!

Myndin er á ensku og sýnd með íslenskum texta! (en þú getur samt sungið með þar sem enginn texti verður undir þegar söngaatriðin eru) 

***************************************************************************************************************************

Aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show ættu að dusta rykið af korselettunum, snyrta hárkollurnar og herða hnútana á svipunum. Rocky Horror Picture Show er einhver þekktasta „költmynd“ allra tíma, harðir aðdáendur flykkjast víða um heim á sýningar á henni og þá margir hverjir klæddir í gervi söguhetjanna, Frank ‘N’ Furter, Rocky og félaga. Myndin er frá árinu 1975 og byggist á samnefndum söngleik eftir Richard O’Brien.

Tim Curry fer hamförum sem klæðskiptingurinn Frank en auk hans leika í myndinni Susan Sarandon og Barry Bostwick. Þá bregður Meatloaf fyrir í hlutverki hins snarruglaða Eddie. Í myndinni segir af huggulegu pari, Brad og Janet, sem þarf að leita aðstoðar íbúa drungalegs kastala þegar springur á bifreið þeirra og enginn finnst tjakkurinn. Húsráðandi reynist vera kynóður vísindamaður og klæðskiptingur og reynist dvöl þeirra í kastalanum nokkuð ævintýraleg.