Heimildamynd um listir, tónlist og óreiðu í hinu Villta Vestri Berlínar á níunda áratugnum, en borgin var svo sannarlega suðupottur fyrir jaðar- og popp menningu á þeim tíma. Í myndinni gefur að líta að mestu áður óséð myndefni og upprunaleg viðtöl, í borg þar sem dagarnir eru stuttir og næturnar eru endalausar.
Myndinni hefur verið lýst sem stórskemmtilegu innliti inn í áratug, frá pönki til teknótónlistar á tímum þar sem Berlín var eins og B-mynd, ódýr og óreiðukennd og mjög sérstök. Ýmsum áhugaverðum persónum bregður fyrir, m.a. Nick Cave, Bela B., Blixa Bargeld og Eric Burdon.