Án sólar // Sans Soleil // Sunless
Chris Marker
Frakkland 1983
100 mín
„Fyrsta myndin sem hann sagði mér frá var af þremur börnum við vegarkantinn á Íslandi árið 1965. Hann sagði mér að fyrir sér væri þetta myndin af sannri hamingju og hann reyndi nokkrum sinnum að tengja hana við aðrar myndir, án árangurs. Hann skrifaði mér; dag einn mun ég setja þessa mynd fremst í bíómynd og og læt svo fylgja svartan ramma í kjölfarið; ef fólk sér ekki hamingjuna þá sér það að minnsta kosti sortann.“ Svona hefst Sans Soleil, eitt frægasta dæmi kvikmyndasögunnar um hina svokölluðu esseyju-mynd, eða hugleiðingamynd. Kona les upp ljóðræn bréf frá ljósmyndara á meðan myndavélin eltir þá staði sem ljósmyndarinn heimsótti, á Íslandi, í Japan, Gínea-Bissá og á Írlandi.
Chris Marker er frægastur fyrir annars vegar Sans Soleil og hins vegar stuttmyndina La Jetée, sem heimsenda- og tímaflakksmyndin 12 Monkeys er byggð á. Hann leikstýrði einnig myndum um Akira Kurosawa, stórleikkonuna Simone Signoret (þau voru nágrannar og vinir) og valdatöku Pinochet í Chile. Hann var ávallt afar dulur um sína einkahagi, leyfði sjaldnast myndatökur og fortíð hans er að miklu leyti byggð á getgátum.