Skip to content

Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Stjörnuleit // Ya Tayr El Tayer // The Idol

Hany Abu-Assad

Palestína 2015

100 mín

Sönn saga um Mohammed Assaf, brúðkaupssöngvara frá flóttamannabúðum í Gaza, sem gerði sér ferð til Egyptalands til að keppa í Arabísku stjörnuleitinni, Arab Idol. Myndin greinir frá velgengni hans í keppninni, en sömuleiðis er æska hans á Gaza-ströndinni rifjuð upp.

Hany Abu-Assad hefur leikstýrt sex myndum í fullri lengd og tvær þeirra voru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd; Paradise Now og Omar. Hann er fæddur í Ísrael og flutti síðar til Hollands til að læra flugvélaverkfræði, en lítur á sig sem Palestínumann.