Til að heiðra minningu David Bowie sýna Svartir Sunnudagar kvikmyndina The Man Who Fell to Earth sunnudaginn 17. janúar kl 20:00.
Thomas Newton (David Bowie) er geimvera sem kemur til jarðarinnar til þess að leyta að vatni til þess að bjarga plánetunni sinni. Með dyggri aðstoð lögfræðingsins Oliver Farnsworth (Buck Henry) getur Thomas notað þekkingu sína á háþróaðri tækni til þess að búa til arðbærar uppfinningar. Í þann mun þegar hann er þróa aðferð til að færa vatn, hittir hann fyrir hina hljóðlátu Mary – Lou (Candy Clark) sem hann verður ástfanginn af. Þegar hann er tilbúin að yfirgefa jörðina fara málin að flækjast þar sem Bandaríska ríkisstjórnin blandast í málin og fyrirætlanir hans fara á aðra leið en áætlað var.
Tegund: Vísindaskáldskapur
Leikstjóri: Nicolas Roeg
Ár: 1976
Lengd: 139 mín
Land: Bretland
Aðalhlutverk: David Bowie, Rip Torn, Candy Clark