Skip to content

Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Sérstök Q&A sýning verður á myndinni á Stockfish á mánudaginn 22. febrúar kl. 20:00 með leikstjóranum Benedikt Erlingssyni viðstöddum ásamt framleiðendum myndarinnar.

The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals segir sögu farandskemmtikrafta í gegnum myndefni sem fengið var með einstökum aðgangi að National Fairground Archive í Bretlandi og með nýrri tónlist frá meðlimum hljómsveitarinnar Sigur Rós.

Benedikt Erlingsson stýrir og skrifar handrit myndarinnar. Aðalframleiðandur eru Margrét Jónasdóttir fyrir Saga Film og Mark Atkin fyrir Crossover LAB. Heather Croall er framleiðandi fyrir Crossover, og Vanessa Toulmin er meðframleiðandi.

Tónlist myndarinnar er samin af Hilmari Erni Hilmarssyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni úr Sigur Rós í samstarfi við Kjartan Dag Holm.