Skip to content

Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal á hátíðlegri styrktarsýningu

A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðarsýningu í Bíó Paradís sunnudaginn 7. nóvember kl. 20.

Allur ágóði af sýningu Lagsins um hatrið rennur óskiptur til Sabreen, menningarsamtakanna sem reka hljóðver, í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem. Marmið Sabreen er að stuðla að óheftri tónlistarsköpun og tónlistaruppeldi Palestínumanna. Fjárhagsstaða þeirra hefur verið tvísýn í veirufaraldri svo ekki séu nefndar takmarkanir sem hamla samstarf milli Palestínumanna í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Í fjörutíu ára sögu samtakanna hefur þörfin sjaldan verið eins brýn.

“Við kynntumst mikið af listafólki í gegnum Sabreen stúdíóið sem við heimsóttum fimm við gerð heimidarmyndarinnar. Þarna er unnið magnað starf sem veitir ungum listamönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref. Það er pabbi Bashar, Said Murad sem leiðir þetta starf. Við kynntumst því vel hvað stuðningur hans við frumlegar og róttækar hugmyndir er mikilvægur og nutum góðs af við gerð heimildamyndarinnar,” segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstjóri og framleiðandi A Song Called Hate.

Lagið um hatrið hefur farið sigurför síðan hún var frumsýnd árið 2020. Myndin hefur verið sýnd á yfir 20 alþjóðlegum hátíðum og er komin í dreifingu víða. Hún vann nú síðast til verðlauna sem heimildarmynd ársins á Eddunni. Þátttaka Hatara í Eurovision var umdeild á sínum tíma. Myndin segir frá mörgu sem gerðist á bak við tjöldin og ekki síst listrænu samstarfi og samtali Hatara við Bashar Murad og forsvarsmanna Trashy Clothing í Palestínu sem unnu með þeim. Í myndinni kemur fram hversu flókið slíkt samstarf getur verið í þeim aðstæðum sem Palestínumenn búa við.

„Fréttir frá Sheikh Jarrah hafa verið átakanlegar og Bashar hefur verið í miðri hringiðunni allan tímann. Við fögnum því að heimildarmyndin leggi Sabreen-samtökunum lið með svona bíósýningu“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara og frændi hans Klemens bætir við: „Sabreen kemur óbeint við sögu í myndinni. Þótt það sé ekki aðalatriðið í sögunni eiga þessi samtök stóran hluta í okkar huga og þarna skyldum við betur tilganginn með vegferð okkar.“ 

Styrktarsýningin er skipulögð af framleiðslufyrirtæki myndarinnar Tattarrattat í samstarfi við Hatara, Sabreen-samtökin og Bíó Paradís.

Forsala er hafin hjá Bíó Paradís og er miðaverð 1.800 krónur.

  • ATHUGIÐ! Árskort, klippikort, gjafabréf, frímiðar frá Bíó Paradís gilda ekki á þessa sérsýningu!

Apríl
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Júlí
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
2025
1950
1951
1952
1953
1954
1955
1956
1957
1958
1959
1960
1961
1962
1963
1964
1965
1966
1967
1968
1969
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
1980
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
2021
2022
2023
2024
2025
2026
2027
2028
2029
2030
2031
2032
2033
2034
2035
2036
2037
2038
2039
2040
2041
2042
2043
2044
2045
2046
2047
2048
2049
2050
MánÞriðMiðFimFösLauSun
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
0:00
1:00
2:00
3:00
4:00
5:00
6:00
7:00
8:00
9:00
10:00
11:00
12:00
13:00
14:00
15:00
16:00
17:00
18:00
19:00
20:00
21:00
22:00
23:00