Við fylgjumst með Parvis sem er ungur samkynhneigður maður af írönskum uppruna og búsettur í Þýskalandi. Hann fremur minniháttar afbrot en er dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu í flóttamannabúðum þar sem hann verður ástfanginn af Amon.
Kvikmyndin hefur hlotið fjölda verðlauna en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale 2020 þar sem hún vann Teddy verðlaunin sem besta LGBT myndin.