Skip to content

Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Frá teyminu sem færði okkur The Intouchables kemur glæný hjartnæm gamanynd sem þú vilt ekki missa af með Vincent Cassel (Black Swan, Westworld) í aðalhlutverki sem fjallar um mann sem vinnur að liðveislu hóps ungmenna með sérlega erfiða einhverfu.

Eric Toledano og Olivier Nakache slógu í gegn um allan heim með myndinni The Intouchables, The Specials er byggð á þeirra eigin reynslu og nálgast viðfangsefnið á raunsæjan og virðingarfullan hátt.

Mynd sem lætur engan ósnortinn!

Sýnd til skiptis með íslenskum eða enskum texta!