Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Solaris er byggð á skáldsögu eftir rússneska vísindaskáldsöguhöfundinn Stanislav Lem og var hún endurgerð árið 2002 og þá með George Clooney í aðalhlutverki. Sagan segir frá sálfræðingi sem er kallaður til starfa á geimstöð sem er á sporbaug við plánetuna Solaris. Þar eru vægast sagt undarlegir hlutir á ferli þar sem minningar áhafnarinnar byrja að líkamnast.

Íslandsvinurinn Andrej Tarkovski er heiðraður sérstaklega á meistaravetri Svartra Sunnudaga og næst í röðinni er kvikmyndin Solaris frá árinu 1972. Hér er á ferðinni frægasta költ myndin frá tímum járntjaldsins. Hún var sýnd í Sovétríkjunum samfleytt í fimmtán ár í nokkrum vel völdum bíóhúsum. Í dag er hún talin með bestu sci-fi myndum sem gerðar hafa verið.

Ekki missa af Solaris á Svörtum Sunnudegi 5. nóvember kl 20:00!