BÍÓ PARADÍS KYNNIR: HEIMILDARMYND UM NJÓSNIR, LYGAR OG FJÖLSKYLDUBÖND
Heimstyrjöldin síðari, fjölskyldustríð og handtökur. Leyndarmál, þöggun, sögusagnir og rógburður.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson rýfur þögnina og varpar ljósi á vel varið leyndarmál fjölskyldu sinnar sem leiddi til skelfilegra atburða sem áttu sér stað á Ísafirði fyrir rúmum 70 árum þegar breska hernámsliðið handtók afa hans, sem var vararæðismaður Breta, og ömmu ásamt 5 öðrum Vestfirðingum og kastaði í bresk fangelsi.
„Fortíðin getur varpað löngum skugga og haft flókin áhrif á líf okkar sem fæðumst jafnvel löngu síðar“.
Meðal mynda sem Helgi Felixson hefur áður gert, má nefna Guð blessi Ísland.
NJÓSNIR LYGAR OG FJÖLSKYLDUBÖND verður frumsýnd í Bíó Paradís 28. Janúar. Sýnd með enskum texta en myndin er sýnd til 4. febrúar.
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 |