Nútímaævintýri sem fjallar um borgarbarnið Kalla, tólf ára strák sem býr hjá mömmu sinni. Hann eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái. Kalli er sendur vestur á firði til að dvelja hjá pabba sínum á afskekktum sveitabæ yfir jólin og þar breytast sýndarævintýri skjáheima í alvöru ævintýri.
Kalli fær nóg af sveitalífinu og ákveður að stinga af en er fyrr en varir rammvilltur, símasambandslaus og staddur í kafaldsbyl. Sýndarheimar eru ekki bara á skjánum, í afskekktri sveitinni eru á reiki dularfullar verur sem er erfitt að festa hönd á.
Sýnd í Bíótekinu 6. nóvember kl 15:00.
Sérstakur viðburður: Leikstjóri myndarinnar Ari Kristinsson spjallar við áhorfendur eftir sýninguna
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 |