Skip to content

Tix.is

Bæjarbíó

  • 16. október 2025 kl. 20:00

Miðaverð:7.990 kr.

Um viðburðinn

Komdu og fagnaðu með okkur útgáfu Scream, nýjustu breiðskífu Sycamore Tree. 

Platan hefur fengið frábæra dóma bæði hér og erlendis og lög af henni hljómað á öldum ljósvakans.

Ágústa Eva og Gunni Hilmarsson hafa heillað Íslendinga með töfrandi melódíum og tilfinningaþrungnu poppi síðan árið 2016.
Sycamore Tree hafa gefið út 17 smáskífur sem náð hafa toppsætum á íslenskum útvarpslistum og skipa nú sér sess sem eitt ástsælasta tónlistar-dúó landsins.
Platan Scream markar nýjan kafla í tónlistarferli þeirra og inniheldur bæði ferska hljóma og djúpa tilfinningalega tjáningu. Á tónleikunum verður flutt glænýtt efni af plötunni í bland við eldri slagarana sem við elskum. Platan verður gefin út í lengri útgáfu með nýjum aukalögum í október.


Þetta verður kvöld fullt af tilfinningum, tónlist og listrænni orku. Við lofum ógleymanlegri upplifun fyrir bæði nýja og eldri aðdáendur.


Sjáumst 16. október í einum besta tónleikasal landsins, Bæjarbíó – taktu vini með og upplifðu Scream í beinni útsendingu!