Skip to content

Tix.is

Bæjarbíó

Um viðburðinn

Country Hjarta Hafnarfjarðar 2022
Sveitatónlistarhátiðin Country Hjarta Hafnarfjarðar hefur nú göngu sína í og verður nú haldin í fyrsta sinn dagana 9.-11. júní 2022. Hátíðin fer fram í hinu sögufræga Bæjarbíói í Hafnarfirði, og er viðburður sem áhugafólk um sveitatónlist mega ekki láta fram hjá sér fara.


Klaufar eru mættir til leiks á ný með nýjar áherslur og nýtt efni í farteskinu. Bandið hefur ekki spilað saman opinberlega í 8 ár, en gerði garðinn frægan á bilinu 2007 til 2012 þegar þeir gáfu út 3 plötur og áttu fjölmörg vinsæl lög.

Nú mæta þessir valinkunnu tónlistarmenn aftur til leiks með úrval sinna bestu laga frá fyrri tíð ásamt nýju efni. Endurkoman hefst með dúndurtónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði þann 10. júní þar sem Klaufar munu sýna á sér nýja hlið og ætti enginn að missa af því.

Klaufar voru á sínum tíma þekktir fyrir að halda uppi stuðinu á böllum, en tónleikarnir í Bæjarbíói verða þeir fyrstu þar sem bandið spilar eingöngu eigið efni í bland við þekkt erlend lög sem Klaufar hafa gert að sínum með íslenskum textum og einstakri spilamennsku.

Klaufar eru:
Mummi - söngur, gítar
Sigurgeir Sigmunds - pedal steel og gítar
Friðrik Sturluson - bassi
Birgir Nielsen – trommur