Tix.is

Um viðburðinn
Hljómsveitin Valdimar fer af stað á Íslandstúr í mars 2015 til að fylgja eftir nýútkominni plötu þeirra 'Batnar útsýnið'. Einnig kemur hljómsveitin til með að flytja sín þekktustu lög. 

17. mars, Litla Hraun (frítt inn)
18. mars, Höfn, Félagsheimilið Sindrabær
19. mars, Egilsstaðir, Valaskjálf
20. mars, Siglufjörður, Kaffi Rauðka
21. mars, Hvanneyri, Kollubar
27. mars, Vestmannaeyjar, Háaloftið

Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Fyrstu 2 plötur sveitarinnar nutu gríðarlegrar velgengni og hefur nýjasta plata þeirra 'Batnar útsýnið' þegar fengið frábæra dóma og trónað í efstu sætum vinsældarlistanna. 
Þegar hafa 2 lög af plötunni 'Batnar útsýnið' og 'Ryðgaður dans' náð toppsætinu á Rás 2 vinsældarlistanum. 

Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík, allt frá rólegum melódíum upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar.