Skip to content
Event info
Miðasala
18 ára aldurstakmark er á hátíðina, yngri en 18 ára eru á ábyrgð foreldra. Sölukerfið tekur ekki á móti greiðslum hjá þeim sem eru yngri en 18 ára þ.e. þegar hátiðin fer fram. 14. aldursár og eldri greiða aðgang á Þjóðhátíð, frítt er fyrir yngri börn í Dalinn (árg. 2012 og yngri frítt). Skilmálar vegna miðakaupa Hægt er að greiða fyrir miðakaup með kreditkortum og debetkortum Hægt er að kaupa miða á hátíðina á dalurinn.is eða við innrukkunarhlið í Dalnum. Stakur laugardagsmiði á Þjóðhátíð gildir frá kl. 10:00 laugardaginn 2. ágúst til kl. 10:00 sunnudaginn 3. ágúst. Stakur sunnudagsmiði á Þjóðhátíð gildir frá kl. 10:00 sunnudaginn 3. ágúst. Félagsmenn ÍBV geta keypt 3 miða á afsláttarkjörum Þjóðhátíð 2025 hefst föstudaginn 1. ágúst Forsala hefst í febrúar 2025 Ekki er hægt að bakka þegar komið er inní greiðsluferlið, ef það er gert þarf að gera nýja pöntun. Miðinn þinn berst með tölvupósti við miðakaup. Vinsamlegast yfirfarið miðana tímanlega þannig að hægt sé að senda fyrirspurn á info@tix.is ef eitthvað er óljóst. Það flýtir fyrir allri þjónustu ef viðskiptavinir okkar koma með miðana sína útprentaða bæði í ferjuna og í Dalinn. Á Þjóðhátíð verða teknar myndir sem geta verið notaðar í markaðsskyni á grundvelli lögmætra hagsmuna Ölgerðarinnar og ÍBV Íþróttafélags Allar fyrirspurnir skal senda á info@tix.is - muna að hafa númer pöntunar í viðfangsefni
Herjólfur
Herjólfsmiða er greitt fyrir sérstaklega (ekki innifaldir í miðaverði) Hægt er að kaupa Herjólfsmiða um leið og Þjóðhátíðarmiða - ekki er hægt að kaupa staka miða í Herjólf á dalurinn.is Bílamiða í Herjólf er eingöngu hægt að kaupa hjá Herjólfi S: 481-2800 eða á www.herjolfur.is Til að komast um borð í Herjólf þarf að sýna strikamerki, ekki er nóg að sýna kvittun fyrir kaupunum.
VIP passi
Góður ferðatími til og frá Eyjum Flýtiafgreiðsla á bryggjunni við komuna til Eyja (armbönd) eftir VIP passaferðir 5 fríar ferðir í bekkjabíl/strætó Hamborgari og franskar í Veitingatjaldinu í Herjólfsdal Tveir frímiðar í sund í Eyjum sem gilda frá föstudegi til mánudags Enginn afsláttur er af hátíðarapössum Takmarkað magn af hátíðarpössum.