Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • Thu 10 Apr 2025 at 10:00 AM

Ticket price:7.000 kr.

Event info

Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld

Ráðstefnan Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld: Nýsköpun í öldrunarþjónustu og aukin lífsgæði aldraðra fjallar um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir nú þegar þjóðin er að eldast og hvaða tækifæri og lausnir hægt er að vinna með, sérstaklega lausnir í tengslum við tækniþróun og forvarnir.

Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 10.apríl og er á vegum Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða. Sjómannadagsráð hefur verið leiðandi afl í uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða á Íslandi frá stofnun, eða árið 1937.

Fjallað verður um:

- Tækniþróun í heilbrigðiskerfinu, þá sérstaklega gervigreindina og hvernig hún mun létta störf í umönnun.
- Heilbrigða öldrun og gott heilsufar eldri borgara. Hvernig hægt er að hlúa betur að heilsu þjóðar sem er að eldast með öflugum forvörnum.
- Velferðartækni í þróun og hvernig tæknin sér til þess að fólk geti búið lengur heima hjá sér og sé sjálfbjarga sem lengst.
- Lífsgæðakjarna og hvernig þeir styðja við sjálfstæða búsetu eldri borgara.

Þjóðin er að eldast og því brýnt að huga að þessu mikilvæga málefni sem snertir okkur öll og horfa á tækifæri framtíðarinnar.

Nánar um Sjómannadagsráð og Hrafnistu á vefsíðunum sjomannadagsrad.is og hrafnista.is

Dagskrá ráðstefnunnar birtist fljótlega!

Allar fyrirspurnir berast til:
Hafdís Huld Björnsdóttir, s. 867-8146 eða hafdis@rata.is