Jólin alls staðar
Sesselja Kristjánsdóttir og Eva Þyri
Hilmarsdóttir
Hugljúfir jólatónar í hádeginu með Sesselju Kristjánsdóttur, mezzósópran, og Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara.
Hvað er betra en að komast í jólaskap í hádeginu á miðjum vinnudegi. Þær Sesselja og Eva Þyri flytja jólalög úr ýmsum áttum.
Fjórða árið í röð býður Salurinn upp á hálftíma langa hádegistónleika sex sinnum yfir veturinn. Guðrún Birgisdóttir leiðir þessa fjölbreyttu og vönduðu dagskrá.
Fernir tónleikar í áskrift á aðeins 4.000 kr. Verð á staka tónleika er 1.500 kr