Skip to content

Tix.is

Salurinn

  • Apr 3rd 20:00

Ticket price:6.500 - 7.500 kr.

Event info


Guðrún Gunnars söngkona býður til tónleika í Salnum ásamt 7 manna hljómsveit undir stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara. Hópurinn mun flytja lög eftir skandinavísk söngvaskáld, lög sem við heyrum sjaldan eða aldrei á öldum ljósvakanna hér heima og eru sum þekkt,önnur óþekkt.

Lög Bremnes systkinana norsku,Kari,Lars og Ola,verða fyrirferðarmikil en Cornelis Vreeswijk fær að fljóta með og fleiri lagahöfundar.  

Textarnir eru eftir Aðalstein Ásberg skáld og lögin eru sum hver af sólóplötum Guðrúnar en þjóðlaga og vísnatónlist hefur alltaf staðið hjarta söngkonunnar nærri eins og heyra má á þeim 6 sólóplötum sem komið hafa út með henni.

Þessi tónlist er hugljúf og textarnir hans Aðalsteins frábærir. Komdu og njóttu þess að fara með Guðrúnu Gunnars og hljómsveit í einstakt tónlistarferðalag.

Hljómsveitina skipa: 

Ásgeir Ásgeirsson gítar og hljómsveitarstjórn

Gunnar Gunnarsson píanó og harmónikka

Þorgrímur Jónsson bassi

Hannes Friðbjarnarson slagverk

Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborð,gítar og raddir

Gísli Magna raddir

Hafsteinn Þórólfsson raddir