Event info
Nýtt píanótríó, skipað Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur sellóleikara, Herdísi Mjöll fiðluleikara og Liam Kaplan píanóleikara, flytur glæsilega efnisskrá sem hverfist um stórbrotið píanótríó Schuberts. Glænýtt verk eftir Liam Kaplan og píanótríó Clöru Schumann en bæði eru þau innblásin af tríói Schuberts.
Á undan tónleikunum, kl. 13, verður boðið upp á tónleikaspjall í fordyri Salarins þar sem skyggnst verður inn í efnisskrá dagsins.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Salarins og FÍT-klassískrar deildar FÍH.
Franz Schubert (1797-1828)
Píanótríó Nr. 2 í e-moll (1827)
-HLÉ-
Liam Kaplan (1997)
Frederic (2023)
Clara Schumann (1819-1896)
Píanótríó í g-moll, op. 17 (1846)
Um efnisskrána:
Síðara píanótríó Franz Schubert í Es-dúr er eitt dáðasta tríó tónbókmenntanna. Það var samið á síðasta æviári tónskáldsins, en hann lifði bara til 31 árs. Verkið er alveg massíft, bæði í formi og tilfinningalegu innihaldi. Það er 50 mínútur í lengd og á að geyma eitt ógleymanlegasta stef Schuberts, en það er tregafulla aðalstef annars kaflans, tifandi hjarta verksins, sem birtist svo aftur á töfróttan hátt í lokakaflanum.
Frederic er nýtt verk innblásið af fagra stefi Prelúdíu Op 28 no.4 Chopins, eftir píanóleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tónskáldið Liam Kaplan. Hér er um að ræða opinberan frumflutning en verkið mun koma fram á nýrri plötu hans Sunflower fields sem kemur út á þessu ári.
Píanótríó Op. 17 eftir Klöru Schumann var skrifað þegar hún var aðeins 27 ára gömul og er það fullt af gífurlega fallegum og bitur-sætum laglínum og er eitt af mest spiluðu verkum hennar. Eiginmaður hennar Robert var mikið innblásin af þessu fallega verki þegar hann skrifaði sitt píanótríó ári síðar. Líkt og í píanótríói Schubert, fá öll þrjú hljóðfærin að njóta sín jafn mikið. Með því hefur þetta Schumann tríó og Schubert tríóið haft mikil áhrif á kammertónlist rómantíska tímabilsins.
Um flytjendur:
Geirþru´ður Anna Guðmundsdo´ttir hefur haslað sér völl sem einn af fremstu to´nlistarmo¨nnum Íslands og hefur hlotið mikið lof fyrir "afar músíkalskan flutning", "endalaus blæbrigði" og "dýpt og breidd" í túlkun (Morgunblaðið). Hún hefur komið fram í mörgum af helstu tónleikasölum heims, þar á meðal Carnegie Hall í New York, Southbank Centre í Lundúnum, Fílharmóníunni í Varsjá og Banff Centre í Kanada. Hún hefur einnig leikið sem einleikari með Sinfo´ni´uhljo´msveit Íslands, Sinfo´ni´uhljo´msveit Unga Fo´lksins og Sinfóníuhljómsveit Konunglegu tónlistarakademíunnar í Lundúnum. Hún hefur svo starfað sem Unglistamaður hja´ To´nlistarha´ti´ð Unga Fo´lksins og To´nlistarakademi´unni i´ Ho¨rpu. Sumarið 2021 hélt Geirþrúður í tónleikaferðalag um Ísland þar sem hún lék allar sex einleikssellósvítur J.S. Bach á tónleikum víðsvegar um landið. Lokatónleikarnir fóru fram í Norðurljósum í Hörpu og hlutu mikið lof gagnrýnanda, sem ritaði um flutning hennar, "túlkunin einkenndist af snerpu og skaphita, sannfærandi flæði og músíkölsku innsæi. Smæstu blæbrigði voru einstaklega fallega mótuð, en meginlínurnar skýrar... Þetta var mögnuð upplifun (Fréttablaðið)." Geirþrúður hefur holtið ýmis verðlaun fyrir flutning sinn en þar má nefna alþjóðlegu Anton Rubinstein sellókeppninna, í Hellam Young Artist keppninna, New York International Artists Association keppnina og Thaviu strengjakeppninna. Hún var nýlega í undanúrslitum í alþjóðlegu Lutoslawski sellókeppninni í Póllandi og var valin sem listamaður hjá City Music Foundation í London.
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir fiðluleikari hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Lilju Hjaltdóttir við Allegro Suzukiskólann. Hún lærði í kjölfarið hjá Guðnýju Guðmundsdóttir í tónlistarskóla Reykjavíkur og lauk diplómanámi frá Listaháskóla Íslands árið 2017 hjá Guðnýju og Sigrúnu Eðvaldsdóttir. Hún flutti þá til Bandaríkjanna til að stunda BMus nám við Oberlin Conservatory hjá Sibba Bernharðssyni en útskrifaðist síðan með MM frá Yale School of Music árið 2023 undir handleiðslu sólóistans Augustin Hadelich. Herdís nýtur þess að vinna með tónskáldum frá byrjunarreit sköpunarferlisins og taka þannig virkan þátt í að blása lífi í nýja tónlist og kanna nýja möguleika í tónlistinni. Hún hefur leikið tugi nýrra verka sem einleikari og sem meðlimur kammer og hljómsveita, þar á meðal Aspen Contemporary Ensemble, New Music New Haven, Oberlin Contemporary Ensemble, Elja Kammersveit og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2024 frumflutti hún fiðlukonsert Missy Mazzoli sem ber titilinn „Dark with Excessive Bright“ með Aspen Contemporary Ensemble í Norður-Ameríku. Árið 2020 frumflutti Herdís fiðlukonsert Liam Kaplan með Tim Weiss og Oberlin Contemporary Ensemble. Hún kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2017 sem sigurvegari í keppni Unga Einleikara. Herdís er sjálfstæður starfandi tónlistarmaður bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Píanóleikarinn og tónskáldið Liam Kaplan hóf störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 2024. Liam var meðlimur Aspen Contemporary Ensemble árin 2022-23 og hefur hann frumflutt mörg verk með þeim. Liam hefur komið fram á ýmsum tónleikaröðum á Íslandi, þar á meðal með kammermúsikklúbbinum, Tíbrá í Salnum Kopavogi, og 15:15. Hann hefur komið fram sem einleikari með Oberlin Sinfonietta, Oberlin Orchestra, og Aspen Conducting Academy Orchestra. Herdís Mjöll Guðmundsdóttir frumflutti fiðlukonsert Liams með Tim Weiss og Oberlin Contemporary Ensemble árið 2020. Hann hefur gefið út tvær einleiks plötur sem innihalda seinni hluta Das Wohltemperierte Klavier, og Goldberg afbrigðin eftir J.S. Bach. Seinni plata Liams inniheldur einnig 8 Prelúdíur eftir hann sjálfan og Orpheus Suite eftir Elizabeth Ogonek. Liam lauk bakkalárgráðu við Oberlin Conservatory þar sem hann lærði píanóleik hjá Alvin Chow og tónsmíði hjá Stephen Hartke.