Dans Brynju Péturs í samstarfi við Fjölskyldudagskrá Hörpu býður til street dansveislu í Flóa á jarðhæð Hörpu, laugardaginn 31. maí nk. Viðburðurinn fléttast saman af danssýningu og danskennslu þar sem hópur dansara stígur á stokk og fyllir Flóa af sprúðlandi orku og geggjaðri gleði með þátttöku gesta á staðnum.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Hvar: Flóa, á jarðhæð Hörpu
Hvenær: 31. maí kl. 14 - 15
Lengd: 60 mínútur
Fyrir hverja: Allar kynslóðir
Gestir geta notið viðburðarins óháð móðurmáli
Aðgangur ókeypis.
Viðburðurinn fer fram í tilefni af sýningunni Revolta í
Eldborg laugardaginn 14. júní næstkomandi þar sem krumpdans (street dansstíll sem
varð til í Los Angeles í kringum aldamótin síðustu) sameinast fimmtu sinfóníu
Shostakovítsj í flutningi hljómsveitarinnar Geneva Camerata sem spilar og
dansar ásamt hópi magnaðara krumpdansara.
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna á heimasíðu
Hörpu.
Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari/upptökumaður á vegum Hörpu gæti
verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að
myndir/myndbönd af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum
Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann
vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is