Tix.is

Norræna Húsið

Event info

Taktu þátt í fræðandi sjávardýrasmiðju Landverndar á Umhverfishátíð Norræna hússins 
Smiðjan hentar vel fyrir börn á aldrinum 6-10 ára og við hvetjum foreldra til að taka þátt með börnum sínum.

Tryggðu þér og þínu barni pláss með ókeypis skráningu hér á tix.

Smiðjurnar fara fram dagana: 
Laugardag 11. maí, kl. 13:30-15:30 
Sunnudag 12. maí, kl. 12:00-14:00

Umhverfisskóli Landverndar mætir á á Umhverfishátíð Norræna hússins og býður krökkum og foreldrum þeirra í fræðandi samtal og listasmiðju þar sem málefni hafsins eru í brennidepli. Fjallað verður m.a. um hið fjölbreytta og undraverða dýralíf hafsins og hætturnar sem að því steðja. Við kynnumst t.a.m. dýrategundum við Íslandsstrendur sem eru í útrýmingarhættu, sem og aðferðum sem er beitt til að vernda viðkvæma stofna. Krakkarnir velja sér því næst dýr til að vinna áfram með í grímugerð og listasmiðju. Umhverfisskólinn hentar vel fyrir börn á aldrinum 6-10 ára og við hvetjum foreldra til að taka þátt með börnum sínum.

Umhverfisfræðslan verður í höndum starfsmanna Landverndar og listasmiðjunni stjórnar myndlistarkonan Ragnheiður Maísól Sturludóttir. Allt efni fyrir smiðjuna verður á staðnum, en við mælum með að þátttakendur mæti með hollt nesti.

Dýrasmiðjan er hluti af undirbúningi fyrir Dýradaginn sem haldinn verður í fyrsta skipti á Íslandi þann 22. maí nk, sjá heimasíðu Landverndar.

Umhverfishátíð Norræna hússins

Helgina 11-12. maí verður boðið upp á fjölbreytta og fræðandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Norræna húsinu.  Áherslan verður lögð á viðgerðamenningu og aðferðir til að lengja líftímann á eigulegum og þörfum hlutum sem finnast á hverju heimili – allt frá reiðhjólum til buxna og brauðrista!

Markmiðið er að vekja athygli á 12. sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur til ábyrgari framleiðslu og neyslu.

Yfir helgina veður meðal annars boðið upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, markað, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sameiginlegt að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum.

www.nordichouse.is