Skip to content

Tix.is

Menningarfélag Akureyrar

Event info

LEIKNAR SENUR, TÓNLIST, BRELLUR OG HÁRBEITT SPAUG!

Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir sýna sinn innri mann

„Það er í raun ekki að marka konu sem er nýbúin að snerta karlmann.“

Hannes og Smári, „annað sjálf“ okkar kraftmiklu leikkvenna, þeirra Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, í hárbeittum nýjum gamanleik. Félagarnir landsfrægu, Hannes og Smári, koma hér saman í hljómsveit sinni Úlfunum og lofa „eldfjörugri kvöldstund með leiklist, ljóðum, bardagalist og frumsaminni óútgefinni tónlist.“ Að eigin sögn munu félagarnir fara með áhorfendur í „listrænan rússíbana, segja sögur um uppruna sinn, líf og áhrifavalda ? Þetta eru leiftrandi sögur, dramatískar, ágengar en um leið fyndnar.“

Í tengslum við sýninguna gefa þeir Hannes og Smári út splunkunýjan geisladisk sem ber nafnið „Kíldu myg kaldann“ og er til sölu í forsal Samkomuhússins á 2200 krónur.

Höfundar: Halldóra Geirharðsdóttir,

Jón Páll Eyjólfsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Búningar: Brynja Björnsdóttir
Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson
Tónlist: Hannes og Smári
Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon

Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir

321. sviðsetning Leikfélags Akureyrar Hannes og Smári er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar Frumsýnt í október 2016 í Borgarleikhúsinu