Stertabenda –u, ur kvk: busl og ærsl, fát, flækja, glundroði, ólestur, ósamlyndi, óskapnaður, ringulreið, reiðileysi, ruglingur, tvístringur, uppnám; getulaus hross farið í stertabendu
Meinfyndin og hárbeitt atlaga að íslenskri þjóðarsál
Stertabenda var útskriftarsýning Grétu Kristínar Ómarsdóttur frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. Sýningin hlaut fádæma góðar viðtökur og færri komust að en vildu. Nú er Stertabenda sett upp í Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og aðeins örfáar sýningar á dagskrá.
Stertabenda gerir leikhúsmiðilinn sjálfan að umfjöllunarefni sínu; Hljómsveitin Eva sér um tónlistina og fjórir ástríðufullir leikarar keppast við að vinna hylli áhorfenda með öllum ráðum og gervum - enda má allt í ást og leikhúsi.